Nýjast á Local Suðurnes

Naumt tap hjá Njarðvík gegn toppliðinu

Njarðvíkingar eru enn í neðri hluta annarar deildarinnar eftir naumt tap gegn toppliði ÍR í kvöld. ÍR-ingar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, rétt áður en lokaflautið gall.

Það má segja að dæmið hafi aðeins snúist við í kvöld, en Njarðvíkingar hafa verið duglegir við að skora mörk í uppbótartíma í undanförnum leikjum. Njarðvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar eftir tapið í kvöld, fjórum stigum frá fallsæti.