Sigur hjá Þrótti – Frábær stemning á pöllunum
Þróttarar í Vogum kunna að búa til stemningu í kringum liðið, um 250 manns mættu á völlinn þegar liðið tók á móti liði Stál-úlfs á fánadegi félagsins í gær. Bæjarfulltrúar grilluðu í mannskapinn og fimmti flokkur félagsins var heiðraður í hálfleik en flokkurinn vann N1 mótið á Akureyri fyrir skömmu.
Þróttarar komust í 3-0 forystu eftir 20 mínútur gegn Stál-úlfi en hleyptu svo óþarflega mikilli spennu í leikinn, þegar Úlfarnir náðu að minnka muninn í 4-3 á 89. mínútu. Lokastaðan varð þó 5-3 fyrir Þrótt sem laumaði inn marki í blálokin.
Þróttarar eru því enn efstir í c-riðli 4. deildarinnar.