Loka fyrir heitt vatn á Ásbrú og í Höfnum
Lokað verður fyrir hitaveitu á Ásbrú og í Höfnum næstkomandi fimmtudag, vegna vinnu við dreifikerfi.
Lokað fyrir hitaveituna á þessum tveimur stöðum milli kl. 8:30 og 14:00.
SMS eða tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini með skráð GSM númer hjá okkur, segir í tilkynningu frá HS Veitum.