Nýjast á Local Suðurnes

Hvessir hressilega

Í dag geng­ur í suðaustan­kalda með smá rign­ingu eða slyddu á sunn­an- og vest­an­verðu land­inu en mun hæg­ara og bjartviðri norðaust­an til. Á morg­un nálg­ast kröpp og djúp lægð frá Ný­fundna­landi. Hvess­ir þá úr austri og verður hvass­ast við suðuströnd­ina, jafn­vel staðbund­inn storm­ur um kvöldið. Lítlis­hátt­ar væta víða um land en þurrt að kalla fyr­ir norðan. Áfram­hald­andi hvass­ir vind­ar og úr­komu­samt fram á sunnu­dag þegar læg­ir loks og rof­ar til en frem­ur hlýtt miðað við árs­tíma, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga.

Veðrið næstu daga samkvæmt spá veðurstofu:

fimmtu­dag:
Geng­ur aust­an 13-20 m/​s með rign­ingu á S-verðu land­inu, hvass­ast syðst og jafn vel storm­ur þar um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig. Hæg­ara og þurrt fyr­ir norðan og hiti kring­um frost­mark.

Á föstu­dag:
Norðaust­an 13-20 m/​s, hvass­ast á Vest­fjörðum með tals­verðri rign­ingu S- og A-lands, en ann­ars úr­komum­inna. Hiti 1 til 7 stig, mild­ast syðst.

Á laug­ar­dag (fyrsti vetr­ar­dag­ur):
Útlit fyr­ir norðaust­an­hvassviðri, jafn vel storm með tals­verðri rign­ingu á A-helm­ing lands­ins, en ann­ars úr­komum­inna og milt í veðri.

Á sunnu­dag:
Stíf norðaustanátt NV-til, en ann­ars mun hæg­ari vind­ar. Væta í flest­um lands­hlut­um og frem­ur hlýtt í veðri.

Á mánu­dag:
Lík­lega hæg norðanátt með skúr­um élj­um, en úr­komu­lítið syðra og frem­ur svalt veður.