Nýjast á Local Suðurnes

Mars 1 og 2 komnir í útboð

Isavia hefur óskað eftir tilboðum í byggingu tveggja turna, Mars 1 og Mars 2, auk tengibrúar við tengiturn Mars 1 og bráðabirgðatengingu við Mars 2.

Turnarnir munu þjóna aðalbyggingu SLN18 á Keflavíkurflugvelli  og tengjast landgöngubrúm sem þjóna tveimur hliðunum hvor um sig. Mars 1 er 3 hæðir og er um það bil 643m2 að meðtalinni tengibrú. Mars 2 stækkunin sem er austur af Mars 1 er einnig 3 hæðir og er um það bil 700m2 með bráðabirgðatengingu, segir á útboðsvef Isavia.