Nýjast á Local Suðurnes

Gul viðvörun frá Veðurstofu – Hríðarveður í vændum

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið. Viðvörunin gildir frá klukkan 14 á morgun, þriðjudag.

Samkvæmt spá mun hvassviðri eða stormur, 15-25 m/s. Skella á. Þannig verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni. Útlit fyrir rigningu eða slyddu í fyrstu, en síðan él og hríðarveður um kvöldið og nóttina.