Nýjast á Local Suðurnes

Sala áfengis dregst saman í Fríhöfninni

Mynd: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Nýjar reglur um tollfrjálsan innflutning á áfengi, sem tóku gildi þann 17. júní síðastliðin hafa haft neikvæð áhrif á áfengissölu í Fríhöfninni. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista.is.

Samkvæmnýja fyrirkomulaginu þá þurfa flugfarþegar ekki lengur að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór líkt og tíðkaðist áður. Heldur geta þeir nýtt allan tollinn til að kaupa aðeins sterkt áfengi, léttvín eða bjór og miðast hámarkið við 6 einingar.

Vefmiðillinn Túristi ræddi við Þorgerði Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, en hún tók fram í viðtalinu að þrátt fyrir að í frumvarpi fjármálaráðherra um nýjan tollkvóta var búist við aukinni sölu í komuverslun breytingana, en annað kom á daginn að sögn Þorgerðar.

Þá er haft eftir Þorgerði að breytingarnar hafi leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,