Of háar byggingar Usi í Helguvík – Lögbrot á ábyrgð Reykjanesbæjar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að úrræði sem stofnunin hafi við of háum byggingum United Silicon í Helguvík séu lítil önnur en að hvetja sveitarfélög sem sjá um framkvæmdir sem þessar til að taka vinnubrögð til endurskoðunar. Ásdís Hlökk segir að þetta sé lögbrot, og á ábyrgð Reykjanesbæjar.
„Ef það er tilfellið sem okkur sýnist, að það sé verulegt ósamræðmi á milli þeirra bygginga sem hafa verið heimilaðar og byggðar, og svo deiliskipulagsins, þá er það ábyrgð sveitarfélagsins.“ Sem í þessu tilviki er Reykjanesbær, segir Ásdís í fréttum RÚV.
Frávikin felast í að samkvæmt hinu breytta deiliskipulagi er hámarkshæð bygginga á efri stalli lóðarinnar 25 metrar. Tvær byggingar eru hærri – loftsíunarhús er rúmir þrjátíu metrar og pökkunarstöð er rúmir þrjátíu og átta metrar, eða þrettán metrum hærri en hún má vera.