Nýjast á Local Suðurnes

Whack sendur heim – Clinch Jr. snýr mögulega aftur

Bandaríkjamaðurinn Rashad Whack er á förum frá Grindavík, en leikamðurinn þótti ekki standa undir væntingum í Grindavík. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag og sagði ólíklegt að leikmaðurinn tæki þátt í síðasta leik liðsins fyrir jól, gegn Þór Akureyri á fimmtudag.

Lewis Clinch Jr. hefur verið orðaður við endurkomu til Grindavíkur. Jóhann vildi ekki staðfesta komu hans en sagði Grindvíkingar væru með nokkra leikmenn í sigtinu.