Nýjast á Local Suðurnes

Már synti flokki uppfyrir sig og hjó nærri Íslandsmeti

Már Gunn­ars­son, Nes/Í​RB, tók þátt í und­an­rás­um í 100m skriðsundi í flokki S13, á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í sundi fatlaðra í gærmorgun en hann var þar að synda upp­fyr­ir sig þar sem hann er í flokki S12.

Már komst ekki í úr­slit í þess­um sterka flokki en bætti sinn fyrri ár­ang­ur í grein­inni því hann var skráður inn á mótið á tím­an­um 1.08,32mín en synti á 1.06,45mín. Már hjó nærri Íslands­met­inu í flokkn­um sem er í eigu Birk­is Rún­ars Gunn­ars­son­ar frá ár­inu 1995. Birk­ir synti í flokki S11 (al­blind­ir) og gamla metið hans nær yfir flokk S12 þar sem eng­inn í þeim flokki hef­ur enn synt á betri tíma en Birk­ir í flokkn­um fyr­ir neðan.