Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna kennsluflugvélar

Mikill viðbúnaðar var á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag þegar lenda þurfti lítilli kennsluflugvél. Tveir voru í vélinni og fundu þeir reykjarlykt á meðan þeir voru á flugi yfir Garðskaga. Vélinni var lent heilu og höldnu klukkan 14:17.
Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.