Nýjast á Local Suðurnes

Andri Rúnar afgreiddi Akurnesinga

Andri Rún­ar Bjarna­son skoraði öll mörk Grindavíkur þegar liðið mætti ÍA á Akranesi í Pepsí-deildinni í knattspyrnu, í kvöld. Grindvíkingar sitja í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir sigurinn í kvöld.

Andri Rún­ar kom Grindvíkingum yfir snemma leiks, en Akurnesingar náðu að jafna met­in fyrir leikhlé, staðan 1-1 í hálfleik, eftir að markvörður Grindvíkinga, Jajalo, varði slaka víta­spyrnu sem Akranes fékk á lokaandartökum fyrri hálfleiks.

Strax í byrj­un seinni hálfleiks kom Andri Rún­ar gest­un­um yfir á nýj­an leik, með skoti af stuttu færi. Hann inn­siglaði svo þrenn­una rétt fyrir lok venjulegs leiktíma, eft­ir stungu­send­ingu Sam Hew­son. Akurnesingar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma, en lengra komust þeir ekki og þrjú mikilvæg stig í hús fyrir Grindvíkinga.