Nýjast á Local Suðurnes

Arnór skoraði í jafntefli gegn Gautaborg – Sjáðu markið!

Arnór Ingvi Traustason gerði eina mark Norköpping á útivelli gegn Gautaborg í dag, Gautaborg náði þó að jafna á lokamínútunum og knýja fram 1-1 jafntefli. Norrköpping er í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 10 leiki, einu stigi á undan Örebro.

Arnór fékk boltann innan vítateigs andstæðinganna, gerði vel að snúa varnarmann af sér og kláraði færið laglega.

Markið er hægt að sjá hér fyrir neðan.