Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarleg hálka á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum segir gríðarlega hálku vera á vegum í umdæminu og biðlar til ökumanna að fara hægt yfir.

Tilkynning sem lögregla birti á Fésbókarsíðu sinni:

Ábending til ökumanna á Suðurnesjum. Gríðarleg hálka er á svæðinu og eru komnar tilkynningar um nokkur umferðaróhöpp og að ökutæki séu að “skauta” yfir gatnamót og í hringtorgum. Farið varlega og hægt yfir.