Nýjast á Local Suðurnes

Vara við hviðóttum vindi á Reykjanesbraut

Veðurstofa Íslands varar við hviðóttum vindi á sunnanverðu landinu í dag  og er sérstaklega tekið fram í athugasemd veðurfræðings að hættulegar aðstæður geti skapast á nokkrum vegum á landinu, þar á meðal á Reykjanesbraut, þar sem vindhraði getur farið í 30 m/s í hviðum, auk þess sem búast má við töluverðri rigningu.

Töluverð hætta getur skapast á Reykjanesbraut við slíkar aðstæður, en þó nokkuð margir ökumenn hafa undanfarið bent á slæmar aðstæður á brautinni þegar rignir, vegna hjólfara sem myndast hafa á þessum mest ekna vegi landsins, meðal annars í Facebook-hópnum Stopp – Hingað og ekki lengra.