Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjahönnuðir selja gjafavörur í Svarta Pakkhúsinu

Nokkrir hönnuðir af Suðurnesjum sýna og selja hönnun sína í Svarta Pakkhúsinu við Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ, en þar hefur verið starfrækt sölugallerý um nokkurt skeið.

Í Svarta Pakkhúsinu er meðal annars boðið upp á skartgripi, fatnað, húsbúnað og allskyns gjafavöru á góðu verði, auk þess sem lögð er áhersla á heimilislega stemningu og góða þjónustu, en lítið mál er fyrir hópa að fá að kíkja við utan opnunartíma sem er frá klukkan 13-17 alla daga.

Þá hefur verið boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið fyrir börn og fullorðna í gallerýinu í gegnum tíðina, en ávallt má nálgast upplýsingar um það helsta sem er í gangi í námskeiðahaldi og tilboðum á Facebook-síðu Svarta Pakkhússins.