Hefja djúpborun á Reykjanesi á næstu vikum
Djúpborun mun hefjast á Reykjanesi síðar í þessum mánuði, en búið er að koma fyrir afar öflugum jarðbor á svæðinu og verður boruð allt að fimm kílómetra djúp háhitahola. Það er vefsíðan ThinkGeoEnergy sem greinir frá þessu.
Greint var frá því fyrr á árinu að HS Orka og Jarðboranir hf. hefðu undirritað samning um verkið. Er stefnt að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi, með allt að 500 gráða hitastigi. Samkvæmt ThinkGeoEnergy mun verkið taka tæplega hálft ár.