Nýjast á Local Suðurnes

Hefja djúpborun á Reykjanesi á næstu vikum

Djúp­bor­un mun hefjast á Reykja­nesi síðar í þess­um mánuði, en búið er að koma fyr­ir afar öfl­ug­um jarðbor á svæðinu og verður boruð allt að fimm kíló­metra djúp há­hita­hola. Það er vefsíðan Think­GeoEnergy sem greinir frá þessu.

Greint var frá því fyrr á árinu að HS Orka og Jarðbor­an­ir hf. hefðu und­ir­ritað samn­ing um verkið. Er stefnt að því að hol­an verði dýpsta og heit­asta vinnslu­hola jarðvarma á Íslandi, með allt að 500 gráða hita­stigi.  Samkvæmt ThinkGeoEnergy mun verkið taka tæplega hálft ár.