Nýjast á Local Suðurnes

Skúli sæmdur Gullheiðursmerki Keflavíkur – Einar áfram formaður

Einar Haraldsson var endurkjörinn formaður Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags, á aðalfundi félagsins. Þá voru Kári Gunnlaugsson og Birgir Ingibergsson kjörnir í stjórn og Sveinn Adolfsson, Birgir Már Bragason og Eva Björk Sveinsdóttir kjörin í varastjórn.

Þá voru að venju veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu félagsins og UMFÍ og hlutu eftirfarandi aðilar Gullheiðursmerki Keflavíkur og Gull- og Starfsmerki UMFÍ á fundinum.

Skúli Þ. Skúlason var sæmdur Gullheiðursmerki Keflavíkur.

Birgir Ingibergsson og Þórður Magni Kjartansson sæmdir Gullmerki UMFÍ.

Bjarni Sigurðsson og Kristján Þór Karlsson sæmdir Starfsmerki UMFÍ.

Hjörleifur Stefánsson hlaut Starfsbikar félagsins.