Nýjast á Local Suðurnes

Mikil aukning í tilkynningum til barnaverndar – Búast við auknu heimilisofbeldi í kjölfar uppsagna

Aukning hefur orðið á barnaverndartilkynningum er varðar vanrækslu umsjón og eftirlit, áfengis og/eða fíkniefnaneysla foreldra í Reykjanesbæ það sem af er ári. Þá er einnig töluverð aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi og er búist við að þeim fjölgi töluvert með auknu atvinnuleysi.

Farið var yfir tölulegar upplýsingar á fundi Barnaverndarnefndar sveitarfélagsins, en þar kom fra að í janúar 2020 hafi áttu slíkar tilkynningar borist, í febrúar 2020 voru þær 13 og mars 2020 voru þær 25. Þá hefur orðið aukning á barnaverndartilkynningum um heimilisofbeldi. Í janúar bárust 7 tilkynningar, í febrúar voru þær 2 og í mars voru þær 11. Flestar tilkynningarnar berast frá lögreglu, skóla, ættingjum og heilbrigðisstofnunum.

Þá kom fram á fundi Neyðarstjórnar Reykjanesbæjar að búast megi við aukningu í tilkynningum um heimilisofbeldi þegar þegar stór fyrirtæki á borð við Icelandair fara í fjöldauppsagnir á næstu dögum.

Barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar:

Í janúar 2020 bárust 46 tilkynningar vegna 42 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 14.
Í febrúar 2020 bárust 39 tilkynningar vegna 34 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 16.
Í mars 2020 bárust 68 tilkynningar vegna 54 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 31.