Nýjast á Local Suðurnes

Börn hafa forgang við notkun sparkvalla

Grindavíkurnær hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem áréttað er að sparkvellir við Hópsskóla og Grunnskólann við Ásabraut eru ætlaðir börnum, en nokkuð hefur borið á því að fullorðnir einstaklingar taki yfir vellina.

Tilkynning Grindavíkurbæjar í heild:

Því miður koma reglulega upp tilvik þar sem fullorðnir einstaklingar taka yfir sparkvellina við Hópsskóla og Grunnskólann við Ásabraut þar sem börn eru við leik. Áréttað er börn hafa forgang við notkun sparkvallanna og skulu eldri einstaklingar víkja ef börn eða unglingar óska afnota af þeim.

Eftirfarandi reglur gilda um notkun sparkvallanna og eru sýnilegar við vellina.

  • Sparkvellirnir eru eingöngu ætlaðir nemendum grunnskólanna frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.
  • Eftir kl. 16:00 og um helgar er völlurinn opið leiksvæði og ætlaður börnum og unglingum í frjálsum leik.
  • Eldri einstaklingum er heimilt að nota völlinn ef hann stendur ónotaður en skulu víkja tafarlaust ef börn eða unglingar óska afnota af honum.
  • Grindavíkurbær hefur heimild til að úthluta afmörkuðum tímum til íþróttahreyfingarinnar sem auglýstir eru sérstaklega.
  • Heimilt er að nota völlinn til kl. 22:00 á kvöldin.
  • Völllurinn er eign okkar allra, göngum því vel um og sýnum hvort öðru tillitssemi.