Nýjast á Local Suðurnes

Handverkssýning eldri borgara – Fjöldi skemmtiatriða út vikuna

Handverkssýning eldri borgara verður opnuð á Nesvöllum föstudaginn 22. apríl af Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra. Sýningin stendur til kl. 16:00 á opnunardaginn og Eldeyjarkórinn kemur fram við opnun.

Eldri borgurum býst að sækja handverksnámskeið af ýmsu tagi innan félagsstarfs eldri borgar á Nesvöllum. Handverkssýningin er afrakstur vinnu þeirra sem sótt hafa námskeiðin.

Handverkssýningin stendur yfir í viku eða til föstudagsins 29. apríl og verður boðið upp á skemmtidagskrá alla daga kl. 14:00, þar sem meðal annars koma fram Dúettinn Heiður, Hrafnistukórinn og Félag harmonikkuleikara auk fjölda annara skemmtikrafta. Kaffihúsið verður opið á meðan á sýningu stendur.