Nýjast á Local Suðurnes

Ungir leikmenn skrifa undir hjá Keflavík

Keflvíkingar munu byggja á ungu og efnilegu liði, í bland við nokkra reynslubolta, í Inaksso-deildinni í knattspyrnu í sumar. Tveir ungir knattspyrnumenn skrifuðu undir tveggja ára samning við Keflavík þann 2 maí síðastliðinn, Þetta eru þeir Tómas Óskarsson og Samúel Þór Traustason en báðir leika þeir með 2 flokki.  Þeir  eru báðir uppaldir hjá Keflavík og eru að koma upp í gegnum unglingastarfið.

Á myndinni eru þeir félagar ásamt Jóni Ben formanni knattspyrnudeildar.