Nýjast á Local Suðurnes

KKD Grindavíkur skrifar undir samninga sem aldrei fyrr

Á dögunum skrifuðu nokkrir leikmenn undir samninga við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Ber þar hæst að Íris Sverrisdóttir hefur tekið fram skóna á ný og snýr aftur heim til Grindavíkur eftir að hafa leikið síðast með Haukum. Þá skrifaði Daníel Guðni Guðmundsson formlega undir sinn samning en hann mun þjálfa liðið næstu tvö ár og jafnframt spila með karlaliðinu.

undirskrift grindavik körfubolti2

Við samningaborðið – Mynd: Grindavik.is

Þá skrifuðu 3 ungar og efnilegar stelpur einnig undir 2 ára samninga en það eru þær Halla Garðarsdóttir, Hrund Skúladóttir og Jeanne Sicat.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG bindur miklar vonir við stelpurnar og Daníel. Það hlýtur að vera þjálfaranum nokkur léttir að fá Írisi til liðs við hópinn enda hefur kvarnast nokkuð úr honum frá síðasta ári. Pálína Gunnlaugsdóttir skrifaði á dögunum undir hjá Haukum og þá er óvíst hvenær þær María Ben og Ingibjörg Jakobsdóttir komast aftur af stað þar sem María er ólétt og Ingibjörg að jafna sig eftir meiðsli.