Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík og Keflavík áfram í Powerade-bikarnum

Njarðvíkingar fóru létt með Hamarsmenn í viðrueign liðanna í 16 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfuknattleik í kvöld, lokatölurnar 69-99 fyrir Njarðvíkinga í leik þar sem allir leikmenn liðsins komust á blað. Marquise Simmons og Hjalti Friðriksson voru stigahæstir í liði Njarðvíkinga með 15 stig hvor.

Það var heldur ekki mikil spenna í TM-Höllinni í kvöld þegar Keflvíkingar fengu Valsmenn í heimsókn, nema þá einna helst í fyrsta leikluta sem Keflvíkingar unnu með þriggja stiga mun, 27-24. Eftir það stungu heimann af og sigruðu leikinn með 97 stigum gegn 70. James Earl Jr. var stigahæstur Keflvíkinga í leiknum með 28 stig og Magnús Már Traustason gerði 15.

Það er því ljóst að helmingur liðanna í 8 liða úrslitunum kemur af Suðurnesjum en áður höfðu B-lið Njarðvíkur og Grindavík tryggt sig áfram.