Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitarmenn þreyttir en þakklátir eftir nóttina

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes stóðu í ströngu í nótt enda þurfti að sinna ýmsum krefjandi verkefnum í gærkvöldi og nótt í óveðrinu sem gekk yfir landið en sveitin stóð vaktina til kl. 02.

Meðal verkefna er sveitin sinnti voru þakplötur á húsum sem losnuðu, laus grindverk, þakkantar að losna, skilti að fjúka og einnig aðstoði sveitin Vegagerðina við lokun á Reykjanesbraut sem var lokuð frá klukkan 18 til klukkan rúmlega eitt eftir miðnætti.

Meðlimir sveitarinnar fengu aðstoð og óvænta glaðninga á meðan á útkallinu stóð og þakka fyrir sig á Facebook-síðu sveitarinnar en þar segir meðal annars:

Það voru því sælir en einnig þreyttir björgunarmenn sem fóru heim í nótt eftir útkallið og voru margir hverjir mættir í vinnu eða próf strax í morgun.

Björgunarsveitinni barst óvæntur glaðningur frá þakklátum bæjarbúum sem kom sér vel en fiskbúðin Beint úr sjó færði okkur plokkfisk sem rann ljúflega niður í mannskapinn ásamt því að Cafe Petite færði okkur hinar ýmsu kræsingar og einnig kom bæjarbúi færandi hendi með góðgæti í poka. Viljum við koma hér á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa hugulsemi í okkar garð til þeirra sem hlut eiga að máli. Takk kærlega fyrir okkur.