Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Suðurnesjaliðum 3. deildar

Reynismenn skutust upp í annað sæti 3. deildar eftir sigur á Einherja á Vopnafirði í dag. Reynismenn lentu tvisvar undir í leiknum en höfðu sigur að lokum 2-3.

Viðismenn sem styrktu lið sitt töluvert fyrir skömmu halda áfram að næla sér í stig. Liðið vann KFS á útivelli í dag 1-4 og heldur þar með 8. sæti deildarinnar en botnbaráttan er afar jöfn þar sem þrjú lið eru með 13 stig.