Nýjast á Local Suðurnes

Jepplingakaup Magnúsar vekja athygli

Það er óhætt að segja að jepplingakaup Magnúsar Sverr­is Þor­steins­sonar, for­stjóra bíla­leig­unn­ar Blue Car Rental, hafi vakið athygli, eða í það minnsta frétt Smartlands Morgunblaðsins þar um, en frétt um kaupin er sú mest lesna á vef mbl.is, þegar þetta er skrifað, og skákar meðal annars fréttum af nýrnagjöf föður til dóttur, golfbílamáli handboltakappans fyrrverandi Sigga Sveins og falli sönggyðjunnar Madonnu á sviði, svo eitthvað sé nefnt.

Jepplingurinn sem um ræðir er heldur ekki af verri gerðinni, Mercedes-Benz AMG G 63-bif­reið, kol­svart­ur að lit og matt­ur, samkvæmt frétt Smartlands. Hann er á svört­um felg­um og með svört­um rúðum, auk þess eru all­ar merk­ing­ar ut­an­dyra á bíln­um svart­ar.

Slík­ur bíll kost­ar um það bil 60 milljónir króna en það fer þó eft­ir út­búnaði, segir einnig í fréttinni.

Myndir: Skjáskot heimasíða Benz og vefur mbl.is.