Nýjast á Local Suðurnes

Erlendur greiddi háa sekt á staðnum

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður og mældist bifreið hans á 128 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sekt á staðnum að upphæð 52.000 krónur.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvun við akstur og öðrum sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Hinn síðarnefndi reyndist hafa amfetamín í vörslum sínum.