Nýjast á Local Suðurnes

Lionsmenn afhentu milljóna styrki – Sala happdrættismiða í fullum gangi

Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl þegar Jólahappdrættið var kynnt í Nettó. Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins og eru tekjur af því vel á þriðju milljón króna, sem renna óskiptar til verkefna- og líknamála.

Í þessari afhendingu voru afhendir styrkir, meðal annars til Brunavarna Suðurnesja, Velferðasjóðs Kirkjunnar, Ljóssins, Tónlistaskóla Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjunnar og Más Gunnarssonar tónlistar- og íþrottamanns ásamt fleirum.

Sala happdrættismiða hófust formlega á sunnudaginn og eru allir hvattir til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum, en einnig verða þeir með sölu á miðum í Nettó þar sem aðalvinningurinn er til sýnis en það er Toyota Aygo. Ásamt Aygonum eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.