Nýjast á Local Suðurnes

Óvíst hversu lengi Tyson-Thomas verður frá vegna meiðsla

Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli þegar Carmen Tyson-Thomas, atkvæðamesti leikmaður kvennaliðsins í körfuknattleik meiddist undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Grindavík í Maltbikarnum á dögunum.

Að sögn Agnars Más Gunnarssonar þjáfara Njarðvíkur meiddist Tyson-Thomas á hné og er enn óvíst hvernær hún verður klár í slagin á ný.

Tyson-Thomas hefur farið á kostum með liði Njarðvíkur það sem af er tímabilinu, hún er stiga- og frákastahæst allra leikmanna í deildinni, hefur skorað 38,9 stig og tekið 16,3 fráköst að meðaltali í leik.