Nýjast á Local Suðurnes

Carmen Tyson-Thomas rekin frá Njarðvík

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson-Thomas. Tyson-Thomas hefur verið einn besti leikmaður Dominos-deildarinnar í vetur og jafnan verið lang stigahæst Njarðvíkinga.

Enn eru þrjár umferðir eftir af deildarkeppni Domino´s-deildar kvenna, en Njarðvíkurstúlkur eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 

“Ástæða uppsagnarinnar eru samskiptaörðugleikar án þess að tíunda hvað í þeim felst. Við það ástand var ekki unað og því mat körfuknattleiksdeildar UMFN að enda samstarfið.” Segir í tilkynningu frá Kkd. Njarðvíkur. “Óumdeilt er að hæfileikar Carmen Tyson-Thomas eru gríðarlegir á körfuboltavellinum og er henni þakkað sitt veglega framlag til félagsins og óskar körfuknattleiksdeildin henni velfarnaðar.”