Nýjast á Local Suðurnes

ÍAV bauð best í vegtengingu við Hafnaveg

Mynd: ÍAV

Þann 10. apríl síðastliðinn voru tilboð opnuð í verkið Gerð nýrrar vegtengingar Hafnavegar (44-01) við Reykjanesbraut, við hringtorg við Fitjar. Fjögur tilboð buðu í verkið og áttu Íslenskir aðalverktakar hf. lægsta tilboðið, tæplega 119.000.000 króna sem er um 87% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar

Verkið felst í nýbyggingu vegarins á um 850 m löngum kafla, og lokun á núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar vestan við hringtorgið, með tilheyrandi rifi malbiks og yfirborðsfrágangi umferðareyja Reykjanesbrautar, sem og landmótun og yfirborðsjöfnun utan hennar.

Íslenskir aðalverktakar hf. áttu sem fyrr segir lægsta boð, tæplega 119 milljónur króna. Verklok eru 15. september 2018, gerð Hafnavegar skal þó lokið fyrir 15. ágúst 2018.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Ístak hf., Mosfellsbæ 160.627.218 117,2 41.734
Háfell ehf., Reykjavík 153.622.800 112,1 34.730
Áætlaður verktakakostnaður 137.100.000 100,0 18.207
Ellert Skúlason ehf. Reykjavík 122.875.500 89,6 3.982
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík 118.893.244 86,7 0