Nýjast á Local Suðurnes

Lagðist á Reykjanesbraut og var færður burt í járnum – Myndband!

Myndband sem sýnir karlmann leggjast á Reykjanesbraut við verslunarkjarna á Fitjum hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlinum Facebook. Maðurinn sem segist vera hælisleitandi frá Hvíta-Rússlandi vildi með athæfi sínu mótmæla því að honum hafi verið synjað um læknisþjónustu í fjóra mánuði.

Maðurinn var, samkvæmt frétt á vef DV, fljótlega færður burt í járnum af lögreglu en ljóst er að um er að ræða stórhættulegt athæfi þar sem mikil umferð fólks- og flutningabíla er alla jafna um þennan kafla Reykjanesbrautar. Samkvæmt vef DV vildi lögregla ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.