Nýjast á Local Suðurnes

Hálka og éljagangur víða á vegum á Reykjanesi

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Vegagerðin varar við aðstæðum á vegum víða á Reykjanesi, en hálka er á Reykjanesbraut, hálka, hálkublettir og éljagangur eru víða á vegum á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands mun veður ganga í austan 8-15 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands með morgningum, en norðan- og austantil eftir hádegi. Heldur hægari suðlæg átt og rigning eða súld sunnan- og suðvestantil síðdegis og hlýnar.