Nýjast á Local Suðurnes

Færri en búist var við hafa sótt um frestun fasteignagjalda

Reykjanesbæ hafa borist nokkrar umsóknir um frestun fasteignagjalda lögaðila, en þó færri en búist var við. Frestun fasteignagjalda er eitt þeirra úrræða sem boðið er upp á vegna ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu vegna Covid 19.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi neyðarstjórnar sveitarfélagsins á dögunum, en þar var meðal annars farið yfir áhrif Covid 19 á fjármál Reykjanesbæjar. Á fundinum kom einnig fram að útsvarsgreiðslur fari lækkandi um þessar mundir en ekki verður að fullu ljóst fyrr en eftir 15. maí næstkomandi hvernig þau mál standa nákvæmlega. Fjármálasvið er byrjað að teikna upp sviðsmyndir um hvað getur gerst í fjármálum sveitarfélagsins.