Nýjast á Local Suðurnes

Tveir öflugir skjálftar við Grindavík

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð.

Þá mældist hinn tæpum hálftíma síðar eða klukkan 04:59 og var hann 3,2 að stærð. Sá fyrri mældist 1,9 kílómetra norður af Grindavík og sá síðari 1,5 kílómetra norður af Grindavík.

Íbúar í Grindavík og Reykjanesbæ  fundu fyrir stærri skjálftunum tveimur samkvæmt vef Veðurstofunnar.