Nýjast á Local Suðurnes

Vilja flýta byggingu íþróttahúss

Ungmennafélag Njarðvíkur hefur óskað eftir því við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar að bygging nýs íþróttahúss á athafnasvæði félagsins við Afreksbraut verði sett í forgang.

Erindi þess efnis frá formanni félagsins var rætt á fundi ráðsins á dögunum og tekur ráðið undir sjónarmið Njarðvíkinga um mikilvægi þess að flýta framkvæmdunum. Í bókun ÍT ráðs 18. júní 2019 um stefnumótun í íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ kemur fram að árið 2021 verði hafist handa við hönnun á fjölnotaíþróttahúsi við Afreksbraut. Ráðið telur eðlilegt að flýta þessari vinnu eins og kostur er, segir í bókun þess á síðasta fundi.