Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Atli setur blek á blað hjá Njarðvík

Brynjar Atli Bragason markvörður hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild Njarðvíkur. Brynjar Atli sem er á 19. ári er uppalin hjá félaginu og á að baki 11 mótsleiki í meistaraflokki með Njarðvík. Brynjar lék sem lánsmaður með Víði í Garð síðastliðið sumar og þótti standa sig með prýði.

Brynjar Atli á einnig fimm landsleiki með U 17 og einn með U 18.