Nýjast á Local Suðurnes

Reynismenn nældu í þrjú fyrstu stigin með sigri á Vængjum Júpiters

Reynismenn unnu sinn fyrsta sigur í þriðju deildinni í knattspyrnu þegar þeir lögðu Vængi Júpiters að velli á heimavelli þeirra síðarnefndu í gær.

Eftir markalausan fyrrihálfleik kom Einar Þór Kjartansson Reynismönnum eftir um 10 mínútna leik í þeim síðari. Marteinn Pétur Urbancic bætti síðan öðru marki við á 64. mínútu og Þorsteinn Þorsteinsson innsiglaði svo digurinn aðeins mínútu síðar og fyrstu þrjú stig tímabilsins í höfn hjá Sandgerðingum.