Nýjast á Local Suðurnes

TripAdvisor setur Northern Light Inn í hóp 10 bestu hótela landsins

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Photo © Haraldur H. Hjalmarsson 2013.

Fyrr á árinu var Northern Light Inn valið eitt af bestu hótelum á Íslandi af notendum Trip Advisor. Hótelið var valið eitt af 10 bestu hótelum landsins í tveimur flokkum, fyrir þjónustu og fyrir rómantískar ferðir.

þann 24. júní sl. fékk hótelið svo viðurkenningu frá Trip Advisor fyrir að hafa fengið topp einkunnir frá notendum síðunnar í fimm ár í röð.

Í tilkynningu á Facebook síðu Northern Light Inn segir:

„Í dag fékk Northern Light Inn viðurkenningu frá TripAdvisor, en fyrir að fá “Certificate of Excellence” fimm ár í röð þá fær hótelið nú viðurkenninguna “Hall of Fame” frá TripAdvisor. Við þökkum gestum okkar fyrir að gefa sér tíma til að skrifa um veru sína hjá okkur og ekki síður þökkum við frábæru starfsfólki okkar sem er ástæðan fyrir þessari viðurkenningu frá TripAdvisor.“

northern light inn tripadvisor