Nýjast á Local Suðurnes

Sporthúsið lokar – Áskriftir og kort gilda þegar opnar á ný

Í ljósi frekari takmarkana heilbrigðisyfirvalda við samkomum verður stöðvum Sporthússins lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars og munu að óbreyttu munum opna aftur 14. apríl næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fyrirtækisins, en þar segir einnig að þessu þriggja vikna tímabili verði bætt aftan við kort (áskriftir, staðgreidd kort og námskeið) allra viðskiptavina.

Þá verðir einnig farið að öllum tilmælum opinberra aðila og ekki veittar neinar undanþágur tengdar notkun á aðstöðu. Eins verður öllum skipulögðum útiæfingum hætt.

Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgist með á heimasíðu, Facebook og Instagram þar sem settar verða inn heimaæfingar sem viðskiptavinir geta nýtt sér.