Nýjast á Local Suðurnes

Loftur vann Lionsbílinn

Að venju var dregið í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur á Þorláksmessu. Eins og undanfarin ár var fyrsti vinningur bifreið, Toyota Aygo varð fyrir valinu að þessu sinni.  Aðrir vinningar voru sjónvarpstæki og vöruúttekir frá Nettó. Allir vinningar í jólahappdrættinu eru skattfrjálsir og allur ágóði rennur til líknamála.

Það var Loftur Kristjánsson sem hafði heppnina með sér að þessu sinni og vann bifreiðina á miða númer 295.

Vinningarnir í happdrættinu komu á eftirfarandi miða:

1. vinningur Toyota Aygo kom á miða nr 295
2. vinningur 50″ LG sjónvarpstæki kom á miða nr 1471
3. vinningur 47″ Philips LED sjónvarpstæki kom á miða nr 929
4. vinningur 100.000 króna úttektarkort frá Nettó kom á miða nr 1367
5. vinningur 40″ United LED sjónvarp kom á miða nr 801
6. vinningur 40″ United LED sjónvarp kom á miða nr 739
7. vinningur 50.000 króna úttektarkort frá Nettó kom á miða nr 1686
8. vinningur 32″ United LED sjónvarp kom á miða nr 1918
9. vinningur 32″ United LED sjónvarp kom á miða nr 866