Einungis 8 milljónir nýttar á Suðurnesjum – Sky lagoon stakk Bláa lónið af
Ferðagjöfin hefur verið nýtt til þess að greiða 411 milljónir króna hjá íslenskum fyrirtækjum, samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar. Einungis átta milljónir króna hafa verið notaðar á Suðurnesjum.
Af þessum átta milljónum hafa ferðaglaðir Íslendingar notað fjórar milljónir króna til að skemmta sér í Bláa lóninu, næst á eftir koma veitingastaðurinn Langbest og Hótel Keflavík með um milljón krónur. Athygli vekur að nýr baðstaður, Ský lagoon stingur Bláa lónið af þegar kemur að móttöku ferðagjafar en þar á bæ fengu menn um 25 milljónir króna.