Nýjast á Local Suðurnes

Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppnin verður erfiðari en áður

Skráning í Blue Lagoon Challenge 2016 fjallahjólakeppnina hófst í dag. Nýrri og glæsilegri heimasíðu hefur verið hleypt af stokkunum en skráning fer eingöngu fram á netinu að þessu sinni, þá er vert að taka fram að takmarkaður fjöldi keppenda kemst að.

Bláa Lóns Áskorunin er stærsta fjallahjólakeppni ársins á Íslandi. Það er áskorun en ekki síður afrek, að ljúka hinni 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Þá hefur sú breyting verið gerð á leiðinni að í stað þess að hjóla malbikaðan Norðurljósaveg (frá rótum Þorbjarnar og að bílastæði Bláa Lónsins) er beygt inn á malarveg sem liggur meðfram lögnum hitaveitunnar, keppnin er því orðin mun erfiðari en áður.

Smelltu hér til að taka þátt.