Nýjast á Local Suðurnes

Opin vinnustofa vegna vinnu við atvinnustefnu

Opin vinnustofa vegna vinnu við atvinnustefnu Reykjanesbæjar verður haldin í Stapanum, Hljómahöll, þann 4. október næstkomandi frá kl. 13:00 til 16:00.

Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu og þróun atvinnulífs í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta og leggja sitt að mörkum við mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins.

Kaffi og veitingar í boði fyrir þá sem vilja taka þátt í vinnustofunni, segir í tilkynningu.