Nýjast á Local Suðurnes

Mark á 97. mínútu hélt Þrótti á toppnum í 4. deildinni

Þróttur vann nauman 2-1 sigur á liði KFG í C-riðli 4. deildar í kvöld. Þróttarar komust yfir seint í fyrri hálfleik á Vogabæjarvellinum en gestirnir jöfnuðu í upphafi þess síðari. Sigurmark Þróttara kom svo ekki fyrr en á 7. mínútu uppbótartíma, og Þróttarar halda efsta sætinu en liðið er með 13 stig eftir fimm umferðir.