Nýjast á Local Suðurnes

Jarðskjálftar finnast á Reykjanesi – Náið fylgst með framvindu mála

Mynd: Veðurstofan.

Nokkr­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um jarðskjálfta í kvöld. Stærstu skjálft­arn­ir sem mælst hafa í kvöld í jarðskjálfta­hrinu sem nú stend­ur yfir skammt norðvest­ur af Geir­fugla­drangi við Reykja­nes eru hátt í 4 stig. Þeir hafa fund­ist í Reykja­nes­bæ og einnig hef­ur Veður­stof­an fengið tvær til­kynn­ing­ar ofan af Akra­nesi. 100 skjálft­ar hafa mælst, segir á mbl.is.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir: „Í kvöld um kl. 21 hófst jarðskjálfta­hrina u.þ.b. fjóra kíló­metra norðvest­ur af Geir­fugla­drangi á Reykja­nes­hrygg. Hátt í 100 skjálft­ar hafa mælst nú þegar, stærstu um fjög­ur stig. Til­kynn­ing­ar hafa borist frá Reykja­nes­bæ og Akra­nesi um að skjálft­ar hafi fund­ist þar. Hrin­an er enn í gangi, en held­ur hef­ur dregið úr henni þegar þetta er skrifað [klukk­an 22:37]. Skjálfta­hrin­ur eru ekki óal­geng­ar á þess­um slóðum. Náið verður fylgst með fram­vindu mála.“

Viðbrögð við jarðskjálfta:

Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reyndu frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út  í horni við  burðarveggi fjarri gluggum. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu  kodda til að verja höfuðið.

Ef þú  ert utandyra eða í bifreið og það verður jarðskjálfti, hafðu þá eftirfarandi í huga: Farið út á opið svæði,  forðist byggingar og raflínumöstur. Farið lengra frá mannvirkjum en nemur hæð þeirra. Ef fólk er akandi þá stöðvið bifreiðina eins fljótt og unnt er, fjarri byggingum, vegbrúm eða háspennulínum og haldið ykkur í bifreiðinni, með beltin spennt, þar til skjálftanum lýkur.  Haldið þá varlega áfram og gætið að, því brýr og vegir geta skemmst í stórum skjálftum. Varhugavert er að keyra nema í neyð. Fylgist með fréttum í útvarpi.