sudurnes.net
Jarðskjálftar finnast á Reykjanesi - Náið fylgst með framvindu mála - Local Sudurnes
Nokkr­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um jarðskjálfta í kvöld. Stærstu skjálft­arn­ir sem mælst hafa í kvöld í jarðskjálfta­hrinu sem nú stend­ur yfir skammt norðvest­ur af Geir­fugla­drangi við Reykja­nes eru hátt í 4 stig. Þeir hafa fund­ist í Reykja­nes­bæ og einnig hef­ur Veður­stof­an fengið tvær til­kynn­ing­ar ofan af Akra­nesi. 100 skjálft­ar hafa mælst, segir á mbl.is. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir: „Í kvöld um kl. 21 hófst jarðskjálfta­hrina u.þ.b. fjóra kíló­metra norðvest­ur af Geir­fugla­drangi á Reykja­nes­hrygg. Hátt í 100 skjálft­ar hafa mælst nú þegar, stærstu um fjög­ur stig. Til­kynn­ing­ar hafa borist frá Reykja­nes­bæ og Akra­nesi um að skjálft­ar hafi fund­ist þar. Hrin­an er enn í gangi, en held­ur hef­ur dregið úr henni þegar þetta er skrifað [klukk­an 22:37]. Skjálfta­hrin­ur eru ekki óal­geng­ar á þess­um slóðum. Náið verður fylgst með fram­vindu mála.“ Viðbrögð við jarðskjálfta: Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reyndu frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu kodda til að verja höfuðið. Ef þú ert utandyra eða í bifreið og það verður jarðskjálfti, hafðu þá eftirfarandi í huga: Farið út á opið svæði, forðist byggingar og raflínumöstur. Farið [...]