Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær: Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2016 hafin

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti einróma í síðustu viku nýjar verklagsreglur fyrir fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Í þeim verklagsreglum er meðal annars gert ráð fyrir að vinna við gerð fjárhagsáætlunar hefjist fyrr og taki lengri tíma en áður, þetta kemur fram í grein sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri birti á heimasíðu sveitarfélagsins.

“Með þessu er ætlunin að vanda enn betur til verka með það að markmiði að bæta áætlunargerðina til muna. Um leið fer vinnan að líkjast meir vinnu ríkisinis við gerð fjárlaga næsta árs,” segir í grein Kjartans.

Námskeið fyrir stjórnendur

Kjartan tekur einnig fram að Reykjanesbær stefni að því að bæta verklag við gerð fjárhagáætlunar sveitarfélagsins smátt og smátt meðal annars með ýmiskonar þjálfun og námskeiðahaldi fyrir stórnendur Reykjanesbæjar.