Nýjast á Local Suðurnes

Byggja þúsund fermetra leikskóla í Grindavík – Kynntu hönnunina með myndbandi

Grindavíkurbær hefur látið hanna nýjan fjögurra deilda leikskóla sem áætlað er að byggja í nýju hverfi sem nú rís norðan Hópsbrautar.  Leikskólinn er 875 fermetrar að stærð en í hönnun er gert ráð fyrir möguleika á stækkun um tvær deildir sem gerir leikskólann þá rúmlega þúsund fermetra að stærð.

Bæjarstjórn Grindavíkur fór nýstárlega leið í að kynna þessa stóru framkvæmd fyrir bæjarbúum, en það var gert með kynningarmyndbandi sem sýnir vel hvernig hinn nýji leikskóli mun þjóna barnafjölskyldum í sveitarfélaginu.

Íbúum Grindavíkurbæjar gefst nú kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar varðandi hönnun nýs leikskóla til og með 5.desember nóvember 2019 til skipulags- og umhverfissviðs á netfangið atligeir@grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins merkt ”Nýr leikskóli við Hópsbraut”.